Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 11:08 Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var í París vegna árásarinnar. AP/Thibault Camus Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira