„Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir!“ Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2020 07:01 Mótorkross-mennirnir fóru á hjólum sínum út í guðsgræna náttúruna til að njóta haustlitanna. En ekki eru allir jafn kátir með þá ferð félaganna. Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli. Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vísi barst ábending um það sem viðkomandi taldi grófan utanvegaakstur á mótorkrosshjólum. Með fylgdi hlekkur á myndbandsupptöku sem finna má á Youtube, upptöku af myndbandi sem upphaflega var að finna á Instagramreikningi. En þaðan hefur myndbandinu verið eytt. Ekki verður betur séð en þarna sé ekið yfir stokka og steina utan vega; yfir kjarr, gróið land, árbakka og hvað sem fyrir er. Umhverfisstofnun hefur skoðað myndbandið og hefur kært gjörninginn til lögreglu á Norðurlandi eystra. Einhver gæti talið að mótorhjólamenn uni sér best í bensínstybbu og smurolíubrækju en það kemur á daginn að þeir eru einnig náttúruunnendur; þeir sem sjá má á myndbandinu brugðu sér á hjólum sínum út í guðs græna náttúruna til að njóta haustlitanna. Á skjáskoti sem fylgdi ábendingunni, af samskiptum hinna meintu brotamanna á lögum um náttúruvernd tala þeir um „Algjört nammi“, „geggjað“, „flottir“ og Stefán Freyr Jóhannsson segir: „Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir, takk fyrir komuna“. Ekki liggur fyrir hvort Stefán Freyr er að vísa til þess sem sjá má í myndskeiðinu eða hvort hann hafi sjálfur verið með í för. Ekki allir mótorhjólamenn svo ábyrgðarlausir Þegar Vísir hafði samband við Stefán Frey kannaðist hann hins vegar ekki við það að hafa verið að hjóla og alls ekki utan vega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar mótorkrossmennirnir eru að fara um en ef eitthvað er að marka kveðju Stefáns Freys til vina sinna þá er þetta einhvers staðar fyrir norðan, en hann sjálfur er búsettur á Akureyri. Daníel Frey hjá UST var ekki skemmt þegar hann horfði á myndbandið, reyndar saup hann hveljur.ust Ábendingin sem barst Vísi var frá mótorhjólamanni sem ekki vildi láta nafns síns getið en hann sagðist torfæruhjólamaður til margra ára. Sá vildi koma því á framfæri að flestir úr þeim hópi kunni að umgangast náttúruna af virðingu. En svo er ekki um alla og því vildi hann vekja athygli á myndbandinu. Að þeir sem þarna voru á ferð yrðu dregnir til ábyrgðar. Flest mótorhjólafólk sé skynsamt fólk en þessir aðilar telur umræddur ekki í þeim hópi. Klárt brot á náttúruverndarlögum Vísir bar myndbandið undir Daníel Frey Jónsson, sérfræðing í náttúruteymi Umhverfisstofnunar (UST), og hann saup hveljur. Daníel Freyr hafði ekki lengi horft á myndbandsupptökuna þegar hann taldi einsýnt að þarna væri um brot á ræða. „Þetta er nokkuð skýrt brot við 31. grein náttúruverndaralaga. Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill. Í þessu myndbandi er ekið um gróið land, ýmist það sem virðist vera birkiskógur, moslendi og blautur bakkagróður við læki. Svona hjól tæta gróðursvörðinn og í myndbandinu má greinilega sjá skemmdir og ummerki sem myndast um leið og ekið er yfir. Förin eftir hjólin birtast strax og gróðurinn getur verið lengi að jafna sig. Svona athæfi skapa einnig slæmt fordæmi þar sem fleiri geta fylgt í kjölfarið og skemmdirnar aukist til muna,“ sagði Daníel Freyr ómyrkur í máli. UST kærir gjörninginn til lögreglu Eftir að þau hjá UST höfðu skoðað myndbandið komust þau að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri annað en vísa málinu til lögreglu. „Það reyndist erfitt að finna nákvæma staðsetningu á þessu. Því miður höfum við fengið töluvert af ábendingum á þessu ári um akstur utan vega þar sem um er að ræða mótorhjól. Það hefur hingað til að mestu verið bundið við Suðvesturland,“ segir Daníel Freyr. Og bætir því við að í þeim tilfellum sé oftast um að ræða akstur á sandi og fjöllum, en ekki gróið land eins og um er að ræða í þessu tilfelli.
Umhverfismál Akstursíþróttir Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira