SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:43 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira