Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:35 Alls eru nú níu manns í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi. Sýnatökur eru fyrirhugaðar í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38
Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39