Opna ísbúð á Granda: Mitt á milli deserts og bragðarefs Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 13:52 Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, segir hugmyndina um ísbúð hafa verið lengi á teikniborðinu. Vísir/Vilhelm „Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan. Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan.
Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira