Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundurinn fer fram í Katrínartúni 2.
Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.
Bein útsending verður hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og svo textalýsing að neðan fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlusta.
33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru nítján þeirra sem greindust ekki í sóttkví. Alls hafa 296 greinst innanlands síðustu níu sólarhringa. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en í gær voru þeir tveir.
352 manns eru nú í einangrun, samanborið við 324 í gær. Þá fjölgar þeim sem eru í sóttkví, eru 2.486 í dag en voru 2.410 í gær.
Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku og textalýsinguna má sjá að neðan.