Daneliya Tuleshova er ung kona sem er komin í úrslit í skemmtiþáttunum America´s Got Talent.
Hún vakti sérstaka athygli fyrir flutning sinn á laginu Alive eftir tónlistarkonuna Sia í vikunni.
Tuleshova er frá Kasakstan og er talin mjög sigurstrangleg í þáttunum.
Dómararnir voru vægast sagt ánægðir með frammistöðu hennar og fékk hún mikið hrós fyrir. Tuleshova tók þátt í Eurovision keppni ungmenna í Hvíta-Rússlandi árið 2018 og keppti þar fyrir hönd Kasaka. Hún er aðeins fjórtán ára gömul og er fædd árið 2006.
Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning.