Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 11:30 Breiðablik vann Val af öryggi, 4-0, fyrr í sumar en liðin mætast aftur í toppslag á Hlíðarenda föstudaginn 2. október. VÍSIR/DANÍEL Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01