Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Veruleg hætta er á að fjöldi fyrirtækja sæki í greiðsluskjól eða verði gjaldþrota á næstu mánuðum og atvinnuleysi aukist að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag kom fram að efnahagshorfur hefðu versnað frá því í júlí og samdráttur í ferðaþjónustu gæti smitast í aðrar greinar. Veruleg hætta væri á að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir seðlabankans hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til að koma til móts við fyrirtæki í tímabundnum vanda vegna kórónuveirufaraldursins. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að stjórnir lífeyrissjóða endurskoði reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Enda séu sjóðirnir ráðandi á markaði og orðnir stærri en bankaklerfið.Stöð 2/Sigurjón „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar,“ segir Ásgeir. Fjármálaeftirlitið heyrir nú undir Seðlabankann og sagði Ásgeir eftirlitið hafa fylgst vel með hlutafjárútboði Icelandair, kallað eftir gögnum og kanni nú framkvæmd þess. „Fjármálaeftirlit Seðlabankans telur að útboðið sem slíkt og framvinda þess gefi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvaðaranatöku þegar kemur að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna,“ sagði Ásgeir. Eftilitið hafi ítrekað tilmæli til sjóðanna um að þeir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Hann gæti ekki tjáð sig um einstaka lífeyrissjóði í því sambandi en ljóst að hann var að vísa til opinberra ummæla innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda útboðs Icelandair. Ertu að meina að þessir aðilar sem eiga fulltrúa í þessum stjórnum, lífeyrissjóðanna, eigi yfirleitt ekki að hafa skoðun á því hvernig sjóðirnir ráðstafa sínum fjárfestingum? „Alls ekki,“ sagði seðlabankastjóri en minnti á að lífeyrissjóðirnir væru ráðandi með á sjötta þúsund milljarða eignir og orðnir stærri en bankakerfið. „Og í ljósi þess hvað þetta eru gríðarlega miklir peningar, hvað þetta eru miklir hagsmunir fyrir þjóðina, má alveg velta fyrir sér hvort þurfi ekki aðeins að endurskoða þetta fyrirkomulag. Auðvitað geta verkalýðsfélög og atvinnurekendur einstakra fyrirtækja haft ákveðnar skoðanir á þessum hlutum. En það verður þá að koma fram með almennum hætti en ekki með ákvörðunum um einstaka fjárfestingarkosti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20 Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35
Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. 23. september 2020 12:20
Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Umsamin greiðslufrystinig lána fyrirtækja hjá bönkunum fer að renna út og reiknar seðlabankastjóri með að nú sé að fara að renna upp tími endurskipulagningar þeirra hjá bönkunum. 23. september 2020 11:39