Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 17:51 Fólk safnaðist saman við minnisvarða um Taylor í Louisville í dag. AP/Darron Cummings Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira