Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 14:01 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjametið þegar hún mætti Svíþjóð í gær, og átti stórleik. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska.
Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16