Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 14:01 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjametið þegar hún mætti Svíþjóð í gær, og átti stórleik. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska.
Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16