Mikil ánægja var með frammistöðu Íslands gegn Svíum á samfélagsmiðlum eftir leik. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en liðin eru að berjast um toppsætið í undankeppni fyrir EM sem fer fram næsta sumar.
Mikil ánægja ríkti á samfélagsmiðlum eftir leik enda átti Ísland skilið sigur gegn liði sem nældi í brons á HM á síðasta ári.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, eða einfaldlega Gugga, var ekki með liðinu að þessu sinni en hún er að koma til baka eftir barnsburð.
Sveindís Jane, þvílíkur talent Geggjaður leikur hjá stelpunum, 3 stig hefðu verið sanngjörn úrslit #dottir #fotboltinet
— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) September 22, 2020
Daði Rafnsson, nýráðinn yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK, segir ljóst að íslensku stelpurnar séu í hörkuformi.
Oft talað um að Ísland þurfi meira fitness. Bronslið HM virðist ekki meira fit heldur en okkar dömur. Enda snýst þetta um gæði og ungu dömurnar sem voru í 6fl þegar Ísland fór á EM 09 mæta með fullar hjólbörur af gæðum til leiks. Vel gert! Áfram Ísland!
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) September 22, 2020
Kristjana Arnarsdóttir, sjónvarpskona með meiru og fyrrum leikmaður Breiðabliks og Fram í knattspyrnu, var sátt með frammistöðuna í kvöld.
Góð úrslit í kvöld, svekkjandi að ná ekki sigrinum. En hrikalega er geggjað að sjá þessar ungu rúlla upp þessu landsliðverkefni
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 22, 2020
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, var eðli málsins samkvæmt sáttur að leik loknum.
Geggjað kvennalandslið. Virkilega bjartir tímar framundan. Verðskulduðu þrjú stig.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) September 22, 2020
Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, var meðal þeirra sem lýstu yfir ánægju sinni eftir leik.
Við eigum geggjað kvennalandslið. Frábær blanda af leikmönnum.
— Jóhann B Guðmundsson (@johannbirnir) September 22, 2020
Rikki G, útvarpsmaður og starfsmaður Stöðvar 2, var sáttur með baráttuna.
Mjög góð úrslit! Allt skilið út á velli. Good job.
— Rikki G (@RikkiGje) September 22, 2020
Sænskir fjölmiðlar - og sænska liðið virðist vera - kom af fjöllum er varðar löng innköst Íslands.
Sænsku blaðamennirnir mjög hissa á löngu innköstunum hennar Sveindísar, virðist hafa komið liðinu og fjölmiðlum í opna skjöldu. Alvöru game plan að spara þetta fram að þessum leik! #fotboltinet
— Brynja Dögg (@brynjad93) September 22, 2020
Rithöfundar horfa líka á fótbolta og Hallgrímur Helgason var ánægður með það sem hann sá í kvöld.
Þvílíkt lið þetta kvennalandslið okkar. Þvílíkt gaman að horfa. Áttu seinni hálfleikinn gegn HM bronsliði Svía.
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) September 22, 2020
Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var sáttur með leikinn og telur að Sveindís Jane geti náð langt.
Flott stelpur . Virkilega góð frammistaða hjá liðinu og öllum í kringum það. En VÁ hvað ég hlakka til þegar Sveindís Jane fattar hvaða hæfileika hún hefur.
— Tómas Ingi Tómasson (@IngiTomasson) September 22, 2020