Hákon Arnar Haraldsson skoraði eitt marka FCK er undir nítján ára lið félagsins varð danskur bikarmeistari í kvöld.
FCK vann 3-1 sigur á Nordsjælland í kvöld en Nordsjælland komst yfir í fyrri hálfleik. FCK jafnaði metin á 54. mínútu.
Hákon átti svo þátt í uppspilinu að marki númer tvö hjá FCK og skoraði svo sjálfur þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok.
83. We told you 3-1 ved Hákon Arnor Haraldsson!! #fcklive #fckfcn 3-1 pic.twitter.com/KG43GHgJxN
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 22, 2020
Hákon var svo tekinn af velli í uppbótartíma en hann er yngri bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar, leikmanns ÍA.
Hann gekk í raðir FCK fyrir rúmu ári síðan og hefur gert það gott í U19 ára liði félagsins en einnig hefur hann fengið tækifæri með varaliðiu.