Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 17:44 Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira