Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 19:21 Bæjarfulltrúar flokkanna sex í bæjarstjórn Akureyrar skrifuðu undir samstarfssáttmála í dag. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27