Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 10:59 Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine „Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020 Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira