Ágúst: Ég er með samning út næsta ár og ég virði það Atli Freyr Arason skrifar 21. september 2020 21:32 Ágúst á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54