Ekki útlit fyrir að nýsmituðum fjölgi milli daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“