Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 22:12 Gæti þetta verið næsta andlit James Bond? Max Mumby/Indigo/Getty Images Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty James Bond Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty
James Bond Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira