Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 11:54 Þorbjörg Sigríður segir Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa staðið sig eins og íþróttamaður sem féll á lyfjaprófi í máli egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00