Síðustu saumsporin tekin í Njálurefilinn á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 08:28 Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir (t.h.) og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið og áætluðu að vera um 10 ár að sauma refilinn. Hér eru þær, ásamt Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra, sem færði hópnum í Refilstofunni blóm frá sveitarfélaginu og þakkaði fyrir þeirra framlag í þágu menningar í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Síðustu saumsporin í Njálureflinn á Hvolsvelli hafa verið tekin og hefur reflinum verið rúllað upp og þess er nú beðið að hann verður settur upp í sýningarsal á staðnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að það tæki tíu ár að sauma refilinn, sem er um 90 metra langur en verkið gekk svo vel að það tók ekki nema sjö ár og sjö mánuði að ljúka verkinu. Nokkrar vaskar konur á Hvolsvelli komu saman í vikunni til að sauma síðustu sporin í Njálurefilinn en verkið hófst 2. febrúar 2013 þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrsta saumsporið. Síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar og útlendingar komið við í refilstofunni og saumað nokkur spor í refilinn, sem er rúmlega 90 metra langur og 50 sentímetra breiður og segir Brennu-Njálssögu. Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrstu sporin í refilinn 2. febrúar 2013.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Það sem stendur upp úr er gleðin og vinsemdin, hvað þetta hefur allt gengið vel, öll jákvæðnin í kringum verkefni. Ég hef verið með ótrúlega flottar og skemmtilegar konur með okkur Christinu í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. En hvað gerist núna, ætla konurnar að fara bara heim og leggist í sófann? „Nei, en það er svolítið leyndarmál enn þá hvað við ætlum að gera, við skulum bara segja þér það næst, í næsta viðtali,“ segir Gunnhildur og hlær. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra heiðraði konurnar og verkefnið þeirra með fallegum blómvendi frá sveitarstjórn enda allir íbúar sveitarfélagsins mjög stoltir af refilverkefninu. Konurnar á Hvolsvelli hjálpuðust við að rúlla reflinum upp eftir að þær höfðu tekið síðustu saumsporin í hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „þetta er bara yndisleg stund, hér sitja frábærar konur, sem eru búnar að halda hópinn í sjö ár og sjö mánuði í þessu frábæra verkefni. Það stóð nú til að saumaskapurinn tæki tíu ár en eins og þú sérð þá eru þetta miklir dugnaðarforkar,“ segir Lilja. Njálureflinum verður fljótlega komið fyrir í fallegu sýningarími á Hvolsvelli en það er enn leyndarmál hvar það rými verður. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listamaður er hönnuður verksins og var hún að sjálfsögðu viðstödd þegar síðustu metrunum var rúllað upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Menning Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Síðustu saumsporin í Njálureflinn á Hvolsvelli hafa verið tekin og hefur reflinum verið rúllað upp og þess er nú beðið að hann verður settur upp í sýningarsal á staðnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að það tæki tíu ár að sauma refilinn, sem er um 90 metra langur en verkið gekk svo vel að það tók ekki nema sjö ár og sjö mánuði að ljúka verkinu. Nokkrar vaskar konur á Hvolsvelli komu saman í vikunni til að sauma síðustu sporin í Njálurefilinn en verkið hófst 2. febrúar 2013 þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrsta saumsporið. Síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar og útlendingar komið við í refilstofunni og saumað nokkur spor í refilinn, sem er rúmlega 90 metra langur og 50 sentímetra breiður og segir Brennu-Njálssögu. Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrstu sporin í refilinn 2. febrúar 2013.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Það sem stendur upp úr er gleðin og vinsemdin, hvað þetta hefur allt gengið vel, öll jákvæðnin í kringum verkefni. Ég hef verið með ótrúlega flottar og skemmtilegar konur með okkur Christinu í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. En hvað gerist núna, ætla konurnar að fara bara heim og leggist í sófann? „Nei, en það er svolítið leyndarmál enn þá hvað við ætlum að gera, við skulum bara segja þér það næst, í næsta viðtali,“ segir Gunnhildur og hlær. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra heiðraði konurnar og verkefnið þeirra með fallegum blómvendi frá sveitarstjórn enda allir íbúar sveitarfélagsins mjög stoltir af refilverkefninu. Konurnar á Hvolsvelli hjálpuðust við að rúlla reflinum upp eftir að þær höfðu tekið síðustu saumsporin í hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „þetta er bara yndisleg stund, hér sitja frábærar konur, sem eru búnar að halda hópinn í sjö ár og sjö mánuði í þessu frábæra verkefni. Það stóð nú til að saumaskapurinn tæki tíu ár en eins og þú sérð þá eru þetta miklir dugnaðarforkar,“ segir Lilja. Njálureflinum verður fljótlega komið fyrir í fallegu sýningarími á Hvolsvelli en það er enn leyndarmál hvar það rými verður. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listamaður er hönnuður verksins og var hún að sjálfsögðu viðstödd þegar síðustu metrunum var rúllað upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Menning Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira