Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 15:29 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, telur það skyldu sína að skipa nýjan hæstaréttardómara áður en kjörtímabili hans lýkur. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. Lengi hafi það verið talið að skipun nýs dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna sé eitt mikilvægasta hlutverk forsetans og því megi ekki bíða með það. Þetta skrifaði Donald Trump á Twitter fyrr í dag en greint var frá því í gærkvöldi að Ruth Bader Ginsburg væri látin, 87 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. .@GOP We were put in this position of power and importance to make decisions for the people who so proudly elected us, the most important of which has long been considered to be the selection of United States Supreme Court Justices. We have this obligation, without delay!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2020 Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur þegar sagt að tilnefni Donald Trump dómaraefni til að taka við sæti Ginsburg muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla nú eftir því að enginn verði skipaður í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta í janúar. Dæmi eru um að beðið sé með að skipa nýjan dómara þar til eftir forsetakosningar ef stutt er í lok kjörtímabils en í febrúar árið 2016 lést hæstaréttardómarinn Antonin Scalia og neitaði McConnel, sem þá var einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar. Hann sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að kjörtímabili Obama, en árið 2016 var kosið til forseta í nóvember líkt og nú. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. Lengi hafi það verið talið að skipun nýs dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna sé eitt mikilvægasta hlutverk forsetans og því megi ekki bíða með það. Þetta skrifaði Donald Trump á Twitter fyrr í dag en greint var frá því í gærkvöldi að Ruth Bader Ginsburg væri látin, 87 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. .@GOP We were put in this position of power and importance to make decisions for the people who so proudly elected us, the most important of which has long been considered to be the selection of United States Supreme Court Justices. We have this obligation, without delay!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2020 Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur þegar sagt að tilnefni Donald Trump dómaraefni til að taka við sæti Ginsburg muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. Demókratar hafa brugðist reiðir við og kalla nú eftir því að enginn verði skipaður í embættið fyrr en eftir embættistöku nýs forseta í janúar. Dæmi eru um að beðið sé með að skipa nýjan dómara þar til eftir forsetakosningar ef stutt er í lok kjörtímabils en í febrúar árið 2016 lést hæstaréttardómarinn Antonin Scalia og neitaði McConnel, sem þá var einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar. Hann sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að kjörtímabili Obama, en árið 2016 var kosið til forseta í nóvember líkt og nú.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42 Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30
Ruth Bader Ginsburg látin Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, er látin. 18. september 2020 23:42
Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. 17. júlí 2020 17:51