Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íþróttadeild skrifar 17. september 2020 21:05 Dagný Brynjarsdóttir þurfti aðeins fyrri hálfleikinn til að skora þrennu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48