Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:35 Víðtæk skimun er nú hafin fyrir kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk erfðagreining skimar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og heilsugæslan skimar í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira