Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 17:57 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, biðlar til þeirra sem voru á barnum Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. „Við erum að fara að senda beiðni frá okkur til þeirra sem voru á Irishman Pub á föstudagskvöldið og gerum það í samvinnu við eigendurna. Á morgun verður hægt að skrá sig í gegnum Heilsuveru í sýnatöku og við erum að hvetja þá sem voru þar síðasta föstudag milli kl. 16 og 23 og hafa ekki verið í sýnatöku eða samskiptum við okkur vegna sóttkvíar eða annað slíkt að skrá sig í sýnatöku. Þetta verður valkostur sem verður í boði,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Tilkynningu frá Almannavörnum vegna málsins má sjá hér fyrir neðan: Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa í samráði við eigendur The Irishman Pub, Klapparstíg 27 ákveðið að greina frá nafni veitingastaðarins þar sem talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir COVID-19 smiti föstudagskvöldið 11. september síðastliðinn. Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Helstu einkenni veirunnar eru: Hiti Hósti Bein- og vöðvaverkir og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir,ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga. Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman Pub og nokkurra annarra skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Hann var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag og setti þar stórt spurningamerki við að veitingastaðir séu nefndir reglulega í tengslum við kórónuveirusmit sem koma upp hér á landi. Ekki væri talað um það þegar smit kæmi mögulega upp í Smáralind, Kringlunni, Bónus, Hagkaup, bensínstöðvum eða annars staðar. „Mér finnst magnað af þríeykinu að segja veitingastaður þegar í raun einn maður, sem vinnur í risastórufyrirtæki úti í bæ, kemur inn og fær sér eina bjórkollu. Þeir segja, hann greindist inn á einum bar. Hann gerði það ekki. Hann smitaðist annars staðar. Annars væri fyrirtækið hans ekki í sóttkví,“ sagði Arnar Þór. Víðir var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort ósanngjarnt væri að bendla þetta við veitingastað þegar um væri að ræða vinnustað eða samstarfsmenn. „Ég átti gott samtal áðan við Arnar þar sem við fórum aðeins yfir þetta en þetta er bara þannig að þetta er í sjálfu sér óheppni að þessi smit séu líklega að fara fram þarna. Þetta er sem sagt ekki bara einn vinnustaður, þetta eru nokkrir ótengdir einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa komið inn á þennan stað. Það er ekkert að hjá staðnum; þeir eru með allt sitt á hreinu og uppfylla allar sóttvarnareglur og þetta er ekki smit frá starfsfólki til viðskiptavina eða neitt slíkt. Það er alveg rétt hjá honum en þetta er staðan, að það verður þarna smit á milli ótengdra einstaklinga inni á þessum stað og það er heiðarlegt af honum að koma fram og nefna þetta. Þeir hafa verið mjög hjálplegir í smitrakningunni og hafa staðið sig mjög vel í því og þeir eru bara óheppnir að lenda í þessu. En þetta hefur ekkert með þeirra rekstur að gera og þeir eru bara að standa sig vel við erfiðar aðstæður,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, biðlar til þeirra sem voru á barnum Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. „Við erum að fara að senda beiðni frá okkur til þeirra sem voru á Irishman Pub á föstudagskvöldið og gerum það í samvinnu við eigendurna. Á morgun verður hægt að skrá sig í gegnum Heilsuveru í sýnatöku og við erum að hvetja þá sem voru þar síðasta föstudag milli kl. 16 og 23 og hafa ekki verið í sýnatöku eða samskiptum við okkur vegna sóttkvíar eða annað slíkt að skrá sig í sýnatöku. Þetta verður valkostur sem verður í boði,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Tilkynningu frá Almannavörnum vegna málsins má sjá hér fyrir neðan: Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa í samráði við eigendur The Irishman Pub, Klapparstíg 27 ákveðið að greina frá nafni veitingastaðarins þar sem talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir COVID-19 smiti föstudagskvöldið 11. september síðastliðinn. Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Helstu einkenni veirunnar eru: Hiti Hósti Bein- og vöðvaverkir og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir,ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga. Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman Pub og nokkurra annarra skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Hann var einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag og setti þar stórt spurningamerki við að veitingastaðir séu nefndir reglulega í tengslum við kórónuveirusmit sem koma upp hér á landi. Ekki væri talað um það þegar smit kæmi mögulega upp í Smáralind, Kringlunni, Bónus, Hagkaup, bensínstöðvum eða annars staðar. „Mér finnst magnað af þríeykinu að segja veitingastaður þegar í raun einn maður, sem vinnur í risastórufyrirtæki úti í bæ, kemur inn og fær sér eina bjórkollu. Þeir segja, hann greindist inn á einum bar. Hann gerði það ekki. Hann smitaðist annars staðar. Annars væri fyrirtækið hans ekki í sóttkví,“ sagði Arnar Þór. Víðir var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort ósanngjarnt væri að bendla þetta við veitingastað þegar um væri að ræða vinnustað eða samstarfsmenn. „Ég átti gott samtal áðan við Arnar þar sem við fórum aðeins yfir þetta en þetta er bara þannig að þetta er í sjálfu sér óheppni að þessi smit séu líklega að fara fram þarna. Þetta er sem sagt ekki bara einn vinnustaður, þetta eru nokkrir ótengdir einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa komið inn á þennan stað. Það er ekkert að hjá staðnum; þeir eru með allt sitt á hreinu og uppfylla allar sóttvarnareglur og þetta er ekki smit frá starfsfólki til viðskiptavina eða neitt slíkt. Það er alveg rétt hjá honum en þetta er staðan, að það verður þarna smit á milli ótengdra einstaklinga inni á þessum stað og það er heiðarlegt af honum að koma fram og nefna þetta. Þeir hafa verið mjög hjálplegir í smitrakningunni og hafa staðið sig mjög vel í því og þeir eru bara óheppnir að lenda í þessu. En þetta hefur ekkert með þeirra rekstur að gera og þeir eru bara að standa sig vel við erfiðar aðstæður,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira