Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07