Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07