Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 12:03 Icelandair hefur aflýst miklum fjölda flugferða eftir að sóttvarnareglur voru hertar við landamærin hinn 19. ágúst. Ef áhrifa kórónufaraldurins á flug gætir enn í ríkum mæli í lok næsta sumars er hugsanlegt að félagið nýti sér lánalínur með ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti á dögunum. Vísir/Vilhelm Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54
Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun