Nítján greindust með veiruna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:46 Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan 9. apríl, þegar 27 greindust. Tölurnar hafa þó enn ekki verið uppfærðar á Covid.is en það er venjulega gert klukkan ellefu dag hvern. Thor greindi fyrst frá smitum gærdagsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist hann hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Ef faraldurinn væri í eðlilegum gangi hefði ég búist við minna. Ég hefði getað verið rólegur með svona átta, níu. En nítján, nei. Þá er eitthvað á seyði,“ sagði Thor. Annar gangur væri kominn í faraldurinn nú. „Og þessi smit skila öðrum smitum þannig að þetta hefur hægt á því að hann fari niður. En ég veit það að þetta er samt sami stofninn, hann hefur fengið nafnið græna veiran.“ Þrettán greindust með veiruna í fyrradag en þá höfðu ekki fleiri greinst síðan 6. ágúst. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í gær að það mætti búast við því að tölurnar í dag yrðu hærri en síðustu daga. „En það kæmi heldur ekki á óvart. Mér finnst svona líklegt að við séum að horfa eitthvað á bilinu sex til fimmtán, það kæmi mér ekki á óvart miðað við fyrri reynslu,“ sagði Víðir. Upplýsingafundur Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er á dagskrá í dag klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09 Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Kæmi ekki á óvart ef fleiri greindust með veiruna í dag en í gær Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, kveðst ekki eiga sérstaklega von á því að það greinist fleiri með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Það kæmi þó heldur ekki á óvart. 16. september 2020 22:09
Tveir nemendur við HR smitaðir Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. 16. september 2020 16:46