Mótmælendur úr röðum frumbyggja í Kólómbíu tóku sig til og rifu niður fræga styttu í borginni Popayán af landvinningamanninum spænska, Sebastian de Belacázar. Meðlimir Misak ættbálksins efndu til mótmælanna og komu þeir böndum á styttuna, sem sýnir Belcázar á hesti sínum, niður af stallinum.
Leiðtogar frumbyggjanna segja að styttan af Belacázar sé tákngervingur þjóðarmorðs sem Spánverjar frömdu á innfæddum þegar þeir réðust inn í Suður Ameríku og einnig tákngervingur þrælahaldsins sem upphófst í kjölfarið.
Borgarstjóri Popayán mótmælti aðgerðunum og segir styttuna kennileiti í borginni, sem státi annars af mikilli fjölmenningu.