Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2020 20:00 Flytja átti fjölskylduna úr landi í morgun. Vísir Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. Fjölskyldan var ekki á dvalarstað sínum þegar fulltrúar stoðdeildar ríkislögreglustjóra mættu þangað í morgun til að fylgja þeim úr landi. Til stóð að þau myndu fljúga héðan til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egyptalandi en eins og fram hefur komið óttast fjölskyldan mjög að fara til heimalandsins þar sem þau segjast sæta ofsóknum. „Fjölskyldan er enn í felum og næstu skref hjá okkur er að undirbúa nýja framkvæmd,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, deildarstjóri stoðdeildarinnar. Engin formleg leit sé hafin. „Við förum bara rólega, stígum varlega til jarðar og höfum meðalhófsregluna í hávegum og reynum að gera þetta í samvinnu við alla aðila en hver næstu skref eru erum við bara að leggja fyrir okkur núna,“ segir Guðbrandur. Barnaverndarfulltrúi ásamt lögreglumönnum áttu að fylgja fólkinu til Egyptalands í morgun.„Við vorum í sambandi fyrir síðustu framkvæmd við barnavernd hælisleitenda í Hafnarfirði og það mun ekkert breytast,“ segir Guðbrandur. Fjölskyldan, sem hefur verið á landinu í rúm tvö ár, fékk lokaniðurstöðu hjá kærunefnd útlendingamála 18. nóvember 2019. Þá hófst 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins en þeirri beiðni var hafnað 8. janúar. Útlendingastofnun vísaði málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar þann 13. janúar. Þá kom í ljós að tvö vegabréf rynnu út þann 28 janúar. Það tók stoðdeildina svo sex mánuði að fá ný vegabréf frá yfirvöldum í Egyptalandi. „Við erum að fara til fjarlægs lands, við þurfum að millilenda, við þurfum að fá aðstoð þar sem við erum með börn sem viljum að hafi það sem allra best í svona neikvæðri framkvæmd,“ segir Guðbrandur. Hann segir að þegar fjölskyldan verður flutt út landi verði sami háttur hafður á. Fulltrúar stoðdeildar séu sérfræðingar og reyni að vinna í samvinnu við alla aðila. „Við reynum eftir fremsta megni að koma þessu frá okkur þannig að öllum í slíkum neikvæðum ákvörðunum valdi ekki skaða, og þá sérstaklega börnunum,“ segir Guðbrandur.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19