Viðtökur lífeyrissjóðanna ráða miklu um hvernig tekst til í hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í dag. Fjárfestar eru sagðir geta búist við sautján til fimmtíu pósenta árlegri ávöxtun næstu fjögur ár.
Síðasti kynningarfundur Icelandair fyrir fjárfesta vegna hlutfjárútboðs félagsins fór fram á hótel Natura í morgun. Félagið stefnir á að safna allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé en Íslandsbanki og Landsbanki hafa núþegar tryggt kaup á hlutum fyrir samtals sex milljarða. Félagiðþarf því sjálft að afla 14 milljarða og þar getur áhugi lífeyrissjóða skipt sköpum.

Í dag eru lífeyirsjóðir tólf af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair þar sem Lífeyrissjóður verslunarmanna trónir á toppnum með 11,81 prósenta hlut en samanlagt eiga sjóðirnir 53,33 prósenta hlut í félaginu. Sjóðirnir eru öflugustu fjárfestar landsins og því skiptir áhugi þeirra áútboðinu sem lýkur klukkan fjögur á morgun miklu máli.
Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins segir viðskiptalíkan þess og leiðarkerfi hafa sannað sig og mikil tækifæri í stöðunni.

„Breytingar sem við erum að sjá hjá flugfélögum í kringum okkur munu fela í sér tækifæri fyrir okkar leiðarkerfi sem viðætlum að nýta okkur. Þannig að við teljum að fjárfesting í Icelandair Group geti faliðí sér ágæta ávöxtun á næstu árum. En að sjálfsögðu er alltaf áhætta í hlutabréfakaupum. Ekki síst í flugfélögum áþessum óvissutímum,“ sagði Bogi Nils ákynningarfundinum.
Samningar félagsins við ríkið, bankana, Boeing, lánadrottna og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi upp. En aðþví gefnu og með fyrirvara um almenna áhættu í hlutafjárviðskiptum er það mat þeirra sem aðútboðinu standa að fjárfesting í félaginu geti gefið góða ávöxtun.
„Miðað viðþessar forsendur sem eru gefnar upp hér í næmitöflunni má gera ráð fyrir að væntinga ársávöxtun verði á bilinu sautján til fimmtíu prósent út árið 2024,“ sagði Svana Huld Linnet forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. En hlutafjárútboðið fer fram rafrænt á heimasíðum Landsbankans, Íslandsbanka og Icelandair fram til klukkan fjögur á morgun.