Allir með „grænu veiruna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 15:42 Þórólfur Guðnason segir þá þrettán sem greindust með veiruna innanlands í gær ákveðin vonbrigði. Aðeins einn var í sóttkví. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06