Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 19:00 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“ EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00
Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00
Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00