Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 12:05 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. Umfangsmikil skimun á vinnustöðum sem tengjast hinum nýsmituðu er í undirbúningi. Ekki er þó gert ráð fyrir hertari veiruaðgerðum innanlands. Auk innanlandssmitanna þrettán greindust tveir með virk smit í seinni landamæraskimun í gær. Sjötíu og fimm eru nú í einangrun með kórónuveiruna á landinu og 437 í sóttkví. Einn liggur á sjúkrahúsi en er ekki á gjörgæslu. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst, þegar sextán greindust. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stöðuna áhyggjuefni, einkum í ljósi þess hversu fáir voru í sóttkví við greiningu í gær. Inntur eftir því hvort veiruaðgerðir stjórnvalda innanlands séu ekki að virka sem skyldi segir Víðir að erfitt sé að segja til um það. „Við erum enn þá í smitrakningunni á þessu. Við erum að reyna að átta okkur á því hvar fólkið hefur smitast. Það eru svo fáir í sóttkví og í einhverjum tilvikum hefur fólk ekki getað sagt nákvæmlega þá möguleika sem upp hafa komið varðandi það hvaðan það hefur smitast. Það er líka áhyggjuefni í þessu,“ segir Víðir. „En þessi barátta snýst að miklu leyti um okkar eigin smitvarnir. Þær vigta miklu meira en íþyngjandi aðgerðir innanlands.“ Enn er ekki skýrt hvernig margir hinna nýsmituðu fengu veiruna. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi ekki fundist sterkar tengingar milli einstaklinganna. Í nokkrum tilfellum sé um vinnufélaga að ræða og í öðrum tengist fólk fjölskylduböndum. Megum við eiga von á hertum aðgerðum í ljósi stöðunnar núna? „Ég á ekki von á því að núgildandi aðgerðum verði breytt. Það sem við erum aftur á móti að gera í samvinnu margra aðila er að við ætlum að fara í talsvert umfangsmiklar skimanir. Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar eru að koma á fullt í að undirbúa það að skima vinnustaði sem tengjast þessum einstaklingum og fleiri staði,“ segir Víðir. „Við leggjum bara áherslu á það sama. Ef fólk er með einhver einkenni, ekki fara í vinnuna. Ef það er með einkenni að hafa samband við heilsugæsluna og fá sýnatöku. Og síðan þessar okkar eigin ráðstafanir, handþvotturinn, handsprittið og að halda fjarlægð við fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10 Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Dregur úr dánartíðni kórónuveirusmitaðra Færri kórónuveirusmitaðir einstaklingar láta nú lífið af völdum veirunnar en í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla í Bretlandi. 16. september 2020 09:10
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Sex einstaklingar greindust innanlands Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru í sóttkví en þrír ekki. 15. september 2020 11:08