Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2020 13:53 Heiða, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikla eflingu í vændum hjá Barnahúsi. Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“ Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira