Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 12:16 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira