Spáir Katrínu Tönju í ofurúrslitin: Ekki átt frábært ár en hefur auga tígrisdýrsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir í auglýsingu frá NOBULL. Hún hefur mikla reynslu og margir hafa trú á henni á heimsleikunum í ár þrátt fyrir misgott gengi til þessa á árinu. Mynd/Instagram Keppniskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér aðdáenda í CrossFit sérfræðingnum Armen Hammer sem spáir því að hún verði ein af þremur íslenskum keppendum sem komist í fimm manna ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit í ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur kannski verið meira í sviðsljósinu fyrir að berjast fyrir sínu sporti en í keppnum ársins til þessa. Einn af sérfræðingum CrossFit heimsins hefur þó mikla trú á henni á heimsleikunum um næstu helgi. CrossFit fjölmiðlamaðurinn Armen Hammer fór yfir spá sína um hvaða fimm karla og fimm konur komast áfram í Ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit og hann fær stóran plús í kladdann sinn fyrir að spá öllum íslensku keppendunum áfram. View this post on Instagram Every day now is a day closer to being READY! One lift at a time, one interval at a time, one training day at a time. 2 weeks now! // @roguefitness #RYouRogue A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 3, 2020 at 10:55am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hann spái þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Söru Sigmundsdóttur áfram í úrslitin enda hafa þau bæði átt frábært ár. Það er hins vegar spá hans um þriðja íslenska fulltrúann í fimm manna ofurúrslitum kvenna sem vekur nokkra athygli enda hefur Katrín Tanja Davíðsdóttir ekki verið alltof sannfærandi í keppnum ársins. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig og ég stend ein í þessu,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer. „Ég held að margir telji að hennar dagar að keppa um sæti á verðlaunapallinum séu að baki af því að við höfum ekki séð mikið af henni í þeirri baráttu að undanförnu,“ sagði Niki Brazier sem ræddi við Armen Hammer í myndbandi Morning Chalk Up. „Hún er án nokkurs vafa heimsmeistari í CrossFit því þú vinnur ekki tvo titla fyrir tilviljun. Hún er án vafa íþróttakona sem keppir um verðlaunasæti. Hún hefur átt nokkur slæm ár en það hefur Sara líka átt,“ sagði Armen Hammer og bætti við: „Katrín er mun stöðugri keppandi en Sara. Hlutirnir duttu ekki með Katrínu á árinu 2019 en henni tókst samt að komast í lokahópinn á leikunum. Það er sú Katrín sem við þekkjum öll og elskum. Þó að hún hafi komist aftur í toppbaráttuna undanfarið og hafi ekki unnið síðan 2016 þá hefur hún alla hæfileikana til að berjast um topp fimm sæti,“ sagði Armen Hammer. „Þetta er í spilunum hjá Katrínu og þá skiptir ekki máli hvernig æfingarnar verða. Árið 2020 hefur kannski ekki verið frábært hjá henni en ég vil ekki afskrifa hana,“ sagði Armen Hammer en það má sjá alla spána hans og rökstuðninginn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Keppniskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér aðdáenda í CrossFit sérfræðingnum Armen Hammer sem spáir því að hún verði ein af þremur íslenskum keppendum sem komist í fimm manna ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit í ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur kannski verið meira í sviðsljósinu fyrir að berjast fyrir sínu sporti en í keppnum ársins til þessa. Einn af sérfræðingum CrossFit heimsins hefur þó mikla trú á henni á heimsleikunum um næstu helgi. CrossFit fjölmiðlamaðurinn Armen Hammer fór yfir spá sína um hvaða fimm karla og fimm konur komast áfram í Ofurúrslit heimsleikanna í CrossFit og hann fær stóran plús í kladdann sinn fyrir að spá öllum íslensku keppendunum áfram. View this post on Instagram Every day now is a day closer to being READY! One lift at a time, one interval at a time, one training day at a time. 2 weeks now! // @roguefitness #RYouRogue A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 3, 2020 at 10:55am PDT Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hann spái þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Söru Sigmundsdóttur áfram í úrslitin enda hafa þau bæði átt frábært ár. Það er hins vegar spá hans um þriðja íslenska fulltrúann í fimm manna ofurúrslitum kvenna sem vekur nokkra athygli enda hefur Katrín Tanja Davíðsdóttir ekki verið alltof sannfærandi í keppnum ársins. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig og ég stend ein í þessu,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer. „Ég held að margir telji að hennar dagar að keppa um sæti á verðlaunapallinum séu að baki af því að við höfum ekki séð mikið af henni í þeirri baráttu að undanförnu,“ sagði Niki Brazier sem ræddi við Armen Hammer í myndbandi Morning Chalk Up. „Hún er án nokkurs vafa heimsmeistari í CrossFit því þú vinnur ekki tvo titla fyrir tilviljun. Hún er án vafa íþróttakona sem keppir um verðlaunasæti. Hún hefur átt nokkur slæm ár en það hefur Sara líka átt,“ sagði Armen Hammer og bætti við: „Katrín er mun stöðugri keppandi en Sara. Hlutirnir duttu ekki með Katrínu á árinu 2019 en henni tókst samt að komast í lokahópinn á leikunum. Það er sú Katrín sem við þekkjum öll og elskum. Þó að hún hafi komist aftur í toppbaráttuna undanfarið og hafi ekki unnið síðan 2016 þá hefur hún alla hæfileikana til að berjast um topp fimm sæti,“ sagði Armen Hammer. „Þetta er í spilunum hjá Katrínu og þá skiptir ekki máli hvernig æfingarnar verða. Árið 2020 hefur kannski ekki verið frábært hjá henni en ég vil ekki afskrifa hana,“ sagði Armen Hammer en það má sjá alla spána hans og rökstuðninginn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti