Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2020 22:48 Flugstöðvarbyggingin sem búið er að teikna í Qaqortoq yrði 4.300 fermetrar að stærð. Mynd/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér: Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér:
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02