Sanders segir Biden þurfa að gera meira Sylvía Hall skrifar 13. september 2020 20:55 Bernie Sanders hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vísir/EPA Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22