Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 16:58 Áslaug Arna segir að reglugerðum verði ekki breytt vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28
„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent