Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 12:30 Krambúðin á vegum Samkaupa er á Flúðum en heimamenn þar og bændur og búalið í nágrenninu fara helst ekki inn í verslunin vegna þess hvað verðið á vörunum er hátt. Sömu sögu er að segja með sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Heimamenn vilja helst fá Nettó verslun á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax.
Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent