Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 10:04 Ráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforeta hafa gert ítrekaðar tilraunir til að breyta skýrslum um framgang kórónuveirufaraldursins þar í landi. Getty/Anna Moneymaker Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira
Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. Starfsmenn innan ráðuneytisins hafa lýst þessu sem tilraun til að skelfa höfunda skýrslnanna og draga úr samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsmenn. Í tölvupóstum sem Politico hefur undir höndum sem sendir voru af samskiptaráðgjöfum til Robert Redfield, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, segir að skýrslurnar geri lítið úr „jákvæðum skilaboðum“ Donalds Trumps um framgang faraldursins. Starfsmenn sóttvarnastofnunarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir mestu breytingarnar en hafa á síðustu vikum samþykkt oftar að heimila samskiptaráðgjöfunum að fara yfir, og í sumum tilfellum, að breyta orðalagi að sögn þriggja aðila sem þekkja málið vel. Tilraunir samskiptaráðgjafanna til að breyta orðalagi í skýrslunum hafa verið stöðugar í sumar og síðasta tilraun til þess var gerð í gær, föstudag. Skýrslur sóttvarnastofnunarinnar um útbreiðslu og dánartíðni vegna veirunnar eru aðal miðill stofnunarinnar til að upplýsa lækna, vísindamenn og almenning um útbreiðslu veirunnar og hverjir séu í mestum áhættuhópi. Samkvæmt frétt Poitico hafa slíkar skýrslur í gegn um tíðina verið birtar án nokkurra pólitískra afskipta. En síðan Michael Caputo, fyrrverandi meðlimur kosningastjórnar Trump sem er ómenntaður í læknavísindum, tók við sem upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í apríl á þessu ári hafa tilraunir til að hafa áhrif á skýrslurnar svo þær stemmi við orðræðu forsetans, eða að koma í veg fyrir birtingu þeirra verið ítrekaðar. Caputo og starfsmenn hans hafa ítrekað gert tilraunir til að bæta viðvörunum við niðurstöður sóttvarnastofnunarinnar og hafa þeir einnig gert tilraunir til að breyta skýrslum stofnunarinnar afturvirkt, sem þeir segja gera of mikið mál úr áhrifum kórónuveirunnar. Þá hafi þeir viljað að gert væri ljóst í skýrslunum að Bandaríkjamenn sem smitast hafi af veirunni hafi getað smitast af henni vegna hegðunar þeirra sjálfra.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. 26. ágúst 2020 16:19