Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta.
Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur.
Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta.
.@hermannsson15 can do it ALL @valenciacf_en if you guys need an emergency loan during the season, you don t have to look very far #EUROLEAGUEUNITED pic.twitter.com/VRS0rr1WAo
— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 11, 2020
Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra.
Martin Hermannsson @hermannsson15 with the trick play of the night on the @FIBA @EuroBasket stage! #TangramSports #TangramPlayers #FollowYourDreamsWithUs pic.twitter.com/TGg7HawhcJ
— Tangram Sports (@TangramSports) February 21, 2019
Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október.