Tvö ár langur tími í lífi ungra barna Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 18:32 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir nauðsynlegt að meta hvað sé barni fyrir bestu þegar kemur að umsóknum barnafjölskyldna um alþjóðlega vernd hér á landi. Tvö ár séu langur tími í lífi ungra barna sem hafa á þeim tíma myndað mikilvæg tengsl hér á landi. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Þetta kemur fram í svari Salvarar við fyrirspurn fréttastofu. Þar vísar hún til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 3. grein að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða aðrir gera ráðstafanir sem varða börn. Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992 og lögfestur hér á landi árið 2013. „Hvað varðar málefni barna sem ásamt fjölskyldum sínum haf sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, hefur umboðsmaður barna lagt áherslu á að börn fái fái upplýsingar við hæfi, fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar við málsmeðferðina, og að fram fari raunverulegt mat á því sem er barni fyrir bestu,“ segir í svari Salvarar. Umboðsmaður barna hafi jafnframt ítrekað bent á nauðsyn þess að flýta meðferð mála barna og fjölskyldna í leit að alþjóðlegri vernd til þess að stytta þann tíma sem þau búa við óöryggi og óvissu um eigin framtíð. „Mikilvægt er að líta til þess að tvö ár langur tími í lífi ungra barna sem á þeim tíma hafa lært tungumálið, fest hér rætur og myndað mikilvæg tengsl.“ Hælisleitendur Egyptaland Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir nauðsynlegt að meta hvað sé barni fyrir bestu þegar kemur að umsóknum barnafjölskyldna um alþjóðlega vernd hér á landi. Tvö ár séu langur tími í lífi ungra barna sem hafa á þeim tíma myndað mikilvæg tengsl hér á landi. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Þetta kemur fram í svari Salvarar við fyrirspurn fréttastofu. Þar vísar hún til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 3. grein að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða aðrir gera ráðstafanir sem varða börn. Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992 og lögfestur hér á landi árið 2013. „Hvað varðar málefni barna sem ásamt fjölskyldum sínum haf sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, hefur umboðsmaður barna lagt áherslu á að börn fái fái upplýsingar við hæfi, fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar við málsmeðferðina, og að fram fari raunverulegt mat á því sem er barni fyrir bestu,“ segir í svari Salvarar. Umboðsmaður barna hafi jafnframt ítrekað bent á nauðsyn þess að flýta meðferð mála barna og fjölskyldna í leit að alþjóðlegri vernd til þess að stytta þann tíma sem þau búa við óöryggi og óvissu um eigin framtíð. „Mikilvægt er að líta til þess að tvö ár langur tími í lífi ungra barna sem á þeim tíma hafa lært tungumálið, fest hér rætur og myndað mikilvæg tengsl.“
Hælisleitendur Egyptaland Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30