Tónlistarmönnum og öðrum listamönnum verða tryggðar bætur Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira