Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton þegar liðið heimsótti fyrrum vinnuveitanda Gylfa í Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Everton hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og þeir Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir í byrjunarliðinu hjá Carlo Ancelotti í dag.
Fyrri hálfleikur var markalaus en eftir tíu mínútur í síðari hálfleik kom Dominic Calvert-Lewin Everton í forystu.
Gylfa var skipt inná 10 mínútum síðar fyrir Andre Gomes og lék hann leikinn til enda en fleiri urðu mörkin ekki og sterkur útisigur hjá Everton staðreynd.