Everton lagði Tottenham í Lundúnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. september 2020 17:25 Sigurmarkinu fagnað vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton þegar liðið heimsótti fyrrum vinnuveitanda Gylfa í Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Everton hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og þeir Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir í byrjunarliðinu hjá Carlo Ancelotti í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en eftir tíu mínútur í síðari hálfleik kom Dominic Calvert-Lewin Everton í forystu. Gylfa var skipt inná 10 mínútum síðar fyrir Andre Gomes og lék hann leikinn til enda en fleiri urðu mörkin ekki og sterkur útisigur hjá Everton staðreynd. Enski boltinn
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton þegar liðið heimsótti fyrrum vinnuveitanda Gylfa í Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Everton hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og þeir Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez voru allir í byrjunarliðinu hjá Carlo Ancelotti í dag. Fyrri hálfleikur var markalaus en eftir tíu mínútur í síðari hálfleik kom Dominic Calvert-Lewin Everton í forystu. Gylfa var skipt inná 10 mínútum síðar fyrir Andre Gomes og lék hann leikinn til enda en fleiri urðu mörkin ekki og sterkur útisigur hjá Everton staðreynd.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti