Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:14 Biden (t.v.) og Pence varaforseti (t.h.) heilsuðust að Covid-sið þegar þeir hittust á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkárásanna í New York í morgun. AP/Amr Alfiky/New York Times Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. Bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, ætla að heimsækja minnisvarða um flugvél sem hryðjuverkamennirnir rændu og brotlenti í Pennsylvaníu. Nítján ár eru í dag liðin frá því að hryðjuverkamenn, flestir þeirra frá Sádi-Arabíu, rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York. Þeirri þriðju flugu þeir á varnarmálaráðuneytið utan við Washington-borg en farþegar í þeirri fjórðu náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlenti vélin á akri í Shanksville í Pennsylvaníu. Hryðjuverkin eru þau verstu á bandarísku landsvæði en hátt í þrjú þúsund manns létu lífið á stöðunum þremur, langflestir í New York. Ættingjar fórnarlamba árásanna komu saman á tveimur stöðum í New York í dag, þar á meðal á minningartorgi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Til þess að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum var hætt við áralanga hefð þar sem ættingjar lesa upp nöfn þeirra látnu „Við verðum að muna áfram. Allt landið er á niðurleið. Það er eitt á fætur annars og núna er Covid. Ég er ánægð með að þetta er samt haldið,“ segir Kathy Swift sem var viðstödd aðra athöfnina við AP-fréttastofuna en bróðir hennar var á meðal þeirra sem létust í New York. Minningarathöfnum annars staðar hefur sums staðar verið aflýst vegna faraldursins eða þær haldnar með breyttu sniði. Í Pentagon, byggingu varnarmálaráðuneytisins, fengu aðstandendur þeirra látnu þar ekki að vera viðstaddir minningarstund. Trump-hjónin héldu þagnarstund á mínútunni sem farþegaþota hrapaði í Pennsylvaníu fyrir nítján árum í morgun.AP/Alex Brandon Halda hvor í sínu lagi til Pennsylvaníu Trump forseti sagði að fórnarlömb árásanna yrðu alltaf áminning um að Bandaríkin myndu alltaf rísa upp og verja sig þegar hann hélt ræðu við minnisvarða í Shanksville í dag. Fjörutíu manns fórust með flugvélinni sem hrapaði þar. Biden fyrrverandi varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins ætlar einnig að heimsækja Shanksville síðdegis. Hann var viðstaddur minnigarathöfn í New York í morgun. Þeir Mike Pence varaforseti heilsuðust með olnbogunum að Covid-sið áður en athöfnin hófst. Báðir voru þeir með grímur. Hvorugur þeirra tók til máls en venja er að stjórnmálamenn haldi ekki ræður við þetta tilefni. Framboð Biden sagðist hafa hætt við allar sjónvarpsauglýsingar í dag. Áður en Biden lagði af stað til New York í morgun sagðist hann ekki ætla að gefa út neinar pólitískar yfirlýsingar í dag.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira