Newcastle United heimsótti West Ham United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fyrri hálfleikur var markalaus en á 56.mínútu kom Callum Wilson Newcastle yfir í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Jeff Hendrick lagði markið upp en hann gekk til liðs við Newcastle í sumar líkt og Wilson.
Hendrick var svo sjálfur á skotskónum og gulltryggði sigur gestanna með marki á 87.mínútu.
Sterk byrjun á tímabilinu hjá Newcastle sem höfnuðu í 13.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.