Er Borat að snúa aftur? Heiðar Sumarliðason skrifar 11. september 2020 14:30 Borat hefur sést víða að undanförnu. Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Sacha Baron Cohen sást víðs vegar í Los Angeles í síðasta mánuði í gervi sinnar dáðustu persónu Borat og náðist m.a. myndband af honum undir stýri uppáklæddur sem Borat. Blaðamenn kvikmyndavefsíðunnar Collider segjast hafa mjög góðar heimildir fyrir því að ný kvikmynd um kasakann sé nú þegar tilbúin og hafi vel valdir aðilar í Hollywood séð afraksturinn. Þetta kemur í kjölfar þess að Cohen tók yfir viðtal við fyrrum borgarstjóra New York Rudy Giuliani í júlí sl. Einnig mætti hann á samkomu hægri öfgamanna í Washington-fylki og fékk viðstadda til að syngja söngva sem innihéldu kynþáttaníð. Nú er talið að þær uppákomur hafi tengst myndinni, en upprunalega héldu fjölmiðlar að Cohen væri að taka upp nýja þáttaröð af Who is America? Cohen og talsmenn hans hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla varðandi verkefnið, en talið er að einhver streymisveitanna standi að myndinni. Samkvæmt heimildum Collider er söguþráður myndarinnar á þann veg að Borat sé orðinn það frægur eftir útgáfu Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, að hann þurfi að dulbúast til að fá það sem hann vill út úr viðmælendum sínum. Kvikmyndin um Borat kom út árið 2006 og naut fádæma vinsælda. Í kjölfarið gerði Cohen myndir á borð við Bruno og The Dictator, sem náðu ekki sömu hæðum. Nýverið reyndi hann fyrir sér í dramahlutverki í þáttaröðinni The Spy, við ágætar undirtektir. Cohen í hlutverki sínu í The Trial of the Chicago 7. Miðað við þá staði og viðburði sem Cohen hefur birst á verður að teljast líklegt að myndin eigi að koma út fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Áður en að því kemur mun Cohen bregða fyrir í nýjustu kvikmynd Aarons Sorkins, The Trial of the Chicago 7. Netflix mun frumsýna hana 11. október nk.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira